Afgangur af borgaðri skuld
Einskildingar eru tveir
eftir í sjóði mínum,
bleikrauðir sem brenndur leir,
báðir úr eiri slegnir þeir,
með konungsmynd og kenniteiknum frýnum.

Enginn veit, nær allt er nóg,
örbirgð skal ei kvíða.
Uni þeir við aura plóg,
sem auðnum naumast koma í lóg.
Ég vil æðri arfahlutans bíða.
 
Hjálmar Jónsson frá Bólu
1796 - 1875


Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu

Ellikvæði
Þeir, sem lasta ljóðin mín
[Signor einn]
[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Afgangur af borgaðri skuld
Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Heimspekingurinn
Sálarskipið
Þjóðfundarsöngur 1851
Söngur fyrir Venus minni
Ferðalagið
Stirt um stef
Mannslát
Lífskjör skáldsins