Sumarið er tíminn
Margslungnir brúnir og gulir og rauðir litir í margvíslegum tilbrigðum læðast um uppeftir trjánum og niður einmana götuna.
Lauf þyrlast um í nöpru rokinu og hurðir skellast.
Það er enginn á ferli svo síðla dags, svo senmma morguns.
Allir búnir að finna sér gististað.

Konungur vorsins sagði í gær að kvöldið í kvöld yrði tíminn sá er tíminn stæði í stað. Og í hverju andartaki væri fólgið tímabil úfaf fyrir sig
er rynnu saman í eitt allsherjar tímabil ástarinnar.
Hann sagði ,,Sumarið er tíminn vinur minn”.

En hún kom aldrei.
Hún sem ég ætlaði strjúka blíðlega um vanga.
Og elska og dá,
Og þola allt sem væri óþolandi við hana
því ég elskaði hana

Og núna er haust og allir farnir í sitt hýði.
En ég er enn að bíða eftir að sumarið byrji.
 
Sigurgeir F
1977 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir F

Draumur
rauðir dropar
logn
Þyrnirós
Modern life is rubbish
fljúgðu maður, fljúgðu sjálfur
stundargaman
litla stúlkan og frjálshyggjumaðurinn
Sumarið er tíminn