fljúgðu maður, fljúgðu sjálfur
ég sé gamlan mann
í hrörlegu koti
í afskekktum dal,
einmana og gleymdur
ásóttur af draugum fortíðar

það voru grá fiðrildi
sem flögruðu um í höfði hans
og þau tóku hann á loft með sér
og þá flaug hann um
í alsælu sinnar eigin sjálfselsku

en ávallt féll hann til jarðar aftur
og í hvert sinn varð fallið harðara
og loks þau skildu hann eftir í dal einum
þar sem hann hrörnaði og dó
aftur og aftur og aftur
 
Sigurgeir F
1977 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir F

Draumur
rauðir dropar
logn
Þyrnirós
Modern life is rubbish
fljúgðu maður, fljúgðu sjálfur
stundargaman
litla stúlkan og frjálshyggjumaðurinn
Sumarið er tíminn