Draumur

Það er til staður
fjarlægt land
á hjara veraldar
á hjara veruleikans
draumur

Þetta land er ósköp fallegt
eins og stjörnubjört nótt
norðurljós
eins og sólsetur í logni
bleikur himinn
eins og þú
fullkomið

Það er minn draumur
þangað leita ég
þegar lífið er líflaust
og vonin er vonlítil
þegar skuggar skyggja á sólina
og fegurðin felur sig bakvið fjöllin

En þetta er ykkar draumur líka
þið þekkið hann öll
hann er okkar leyndarmál
við tölum ekki um hann
en við sjáum hann í augum hvors annarrs
finnum hann í hjörtum hvors annarrs

Það er til staður
fjarlægt land
á hjara veraldar
draumur...
draumur...
...veruleki
 
Sigurgeir F
1977 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir F

Draumur
rauðir dropar
logn
Þyrnirós
Modern life is rubbish
fljúgðu maður, fljúgðu sjálfur
stundargaman
litla stúlkan og frjálshyggjumaðurinn
Sumarið er tíminn