stundargaman
er þú hélst mér í fangi þínu
fannst mér í fáránleika hugans
allir heimsins vegir
alltaf hafa legið til þín

en ég átti eftir að uppgötva að
örlögin stíga ekki dans
í takt við lífsins dans,
og um skeið flæktist ég
um í rósarþyrnum
þessa eina kvölds okkar

þögn þín var óbærileg
þangað til ég skyndilega sá
að þú varst bara
klofvega öngstræti sem ég
villtist um í stutta stund

takk samt fyrir þægilegheitin
 
Sigurgeir F
1977 - ...
á Þorra 2003


Ljóð eftir Sigurgeir F

Draumur
rauðir dropar
logn
Þyrnirós
Modern life is rubbish
fljúgðu maður, fljúgðu sjálfur
stundargaman
litla stúlkan og frjálshyggjumaðurinn
Sumarið er tíminn