

Brennimerktu mig
á hnakkann
með tungu þinni
Ristu mér húðflúr
með sálarbrotinu
sem ég gaf þér
Með svita og tárum
málaðu mynd á bakið
af hjarta þínu
Merktu svo verkið
fangamarki þínu
með blóði
En þurrkaðu út
fótspor þín
áður en þú ferð
á hnakkann
með tungu þinni
Ristu mér húðflúr
með sálarbrotinu
sem ég gaf þér
Með svita og tárum
málaðu mynd á bakið
af hjarta þínu
Merktu svo verkið
fangamarki þínu
með blóði
En þurrkaðu út
fótspor þín
áður en þú ferð