tjörnin tæra
ég stend við tjörn svo tæra
hún er gegnsæ svo hrein sem skýn
ástin leitar til mín
ég hugsa um þig

gæsahúð fer um mig allan
fer hér um hörund mitt á ný
eins og rafmagn leiðslunni í
ég hugsa um þig

ég finn til snertingar þinnar
sem leið hefur fundið inn í mitt hjarta
hún opnar mér veröld svo bjarta
ég hugsa um þig

hugsunin tekst hér einni
hún kemur títt til mín
svo hug minn dregur til þín
ég hugsa um þig

ef dapurð til þín leitar
ég ávallt hugga vil þig
knúsa, faðma og kyssa, þú átt mig
ég hugsa um þig

hrein ást til þín
þessi tilfinning í mér
ég vil segja þér
ég hugsa um þig

um þig eina......
 
Gestur
1972 - ...
apríl 2001
© Gestur
<a href="mailto:gestur@svaka.net">gestur@svaka.net</a><br>


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur