Hugarvíl
Hann röltir um götur og stræti
gefandi mannfólki gaum
birtan fer hallandi fæti
flyjandi hverfur hún aum

Læðist að kveldið lýsir af staurum
leikur föl birta um einsaman mann
skyldi nú einhver sem leitar af aurum
stökkva úr runna og reyna við hann

Við hugarvíl það hann herðir nú göngu
hugsandi "kanski eg komist ei heim"
skjálfandi verður að beita sig ströngu
að skundekki hraðar og detta um stein.

Svo sér hann ljósið sem lýsir að heiman
lokkandi kallar "flýttu þér nú"
skyldi hann komast guðirnir teiman
heilan á taugum bættan í trú.

ánafnað Aðalheiði 2004  
Gísli Sam
1962 - ...


Ljóð eftir Gísla Sam

Davíðsþryma
Hugarvíl
Hnjúkabrestir
Á Kili 2004
Passíusálmur nr. 52
Söknuður
Raunir óþekktarormsins
Vangaveltur
ó blessuð Jólin
Smalavísa