Á Kili 2004
Þvottabrettaþjóðvegur
þykir mér hér vera,
hjakka í sundur hjóllegur
og hjólbarðana skera.

Þvottabrettaþjóðvegir
þykja mér ei góðir.
Eru þingmenn alltregir,
eða tómir sjóðir?  
Gísli Sam
1962 - ...


Ljóð eftir Gísla Sam

Davíðsþryma
Hugarvíl
Hnjúkabrestir
Á Kili 2004
Passíusálmur nr. 52
Söknuður
Raunir óþekktarormsins
Vangaveltur
ó blessuð Jólin
Smalavísa