rætur
í fallega garðinum
rammgirta
víggirta
unir sér enginn
þar ríkir þrúgandi þögn
þótt grasið fagni dögginni
falið í húminu
og laufið leiti út
gegnum rammgerða rimla
- - -
í hálfkæringi
grípur hönd mín ilmandi blað
og slítur
en hjarta mitt
fyllist harmi
um leið
því
þó í lófa mínum laufið fagni
langþráðu frelsi
og ilmi enn
er það farið að fölna
rammgirta
víggirta
unir sér enginn
þar ríkir þrúgandi þögn
þótt grasið fagni dögginni
falið í húminu
og laufið leiti út
gegnum rammgerða rimla
- - -
í hálfkæringi
grípur hönd mín ilmandi blað
og slítur
en hjarta mitt
fyllist harmi
um leið
því
þó í lófa mínum laufið fagni
langþráðu frelsi
og ilmi enn
er það farið að fölna
september 2004
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi