Augun bláu
Af öllu bláu, brúður kær!
hið bezta þér í augum hlær;
svo blár er himinbláminn ei,
svo blátt er ekkert gleym-mér-ei.

Hvað gaf þeim blíðu-bláma þann,
sem bindur, töfrar sérhvern mann?
Þín elskan hlýja, hreinust sál
og hjarta, sem ei þekkir tál.  
Steingrímur Thorsteinsson
1831 - 1913
None


Ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson

Sumarnótt
Kirkja vorsins
Mótsagnir
Grafskrift svefnpurkunnar
Draumur hjarðsveinsins
Heilræðastökur
Haustkvöld
Sorg og viska
Kveðja
Verndi þig englar
Vetur
Við hafið
Augun bláu