Sumarnótt
Sólu særinn skýlir,
síðust rönd er byrgð,
hýrt á öllu hvílir
heiðrík aftankyrrð.
Ský með skrúða ljósum
skreyta vesturátt,
glitra gulli og rósum,
glampar hafið blátt.

Stillt með ströndum öllum
stafar vog og sund,
friður er á fjöllum,
friður er á grund;
heyrist fuglkvak hinsta,
hljótt er allt og rótt,
hvíl þú hug minn innsta,
himnesk sumarnótt.  
Steingrímur Thorsteinsson
1831 - 1913


Ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson

Sumarnótt
Kirkja vorsins
Mótsagnir
Grafskrift svefnpurkunnar
Draumur hjarðsveinsins
Heilræðastökur
Haustkvöld
Sorg og viska
Kveðja
Verndi þig englar
Vetur
Við hafið
Augun bláu