Verndi þig englar
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín,
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.

Nei, nei það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér,
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.  
Steingrímur Thorsteinsson
1831 - 1913


Ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson

Sumarnótt
Kirkja vorsins
Mótsagnir
Grafskrift svefnpurkunnar
Draumur hjarðsveinsins
Heilræðastökur
Haustkvöld
Sorg og viska
Kveðja
Verndi þig englar
Vetur
Við hafið
Augun bláu