Sjálfið
Hefurðu litið í spegil,
horft inn í þig,
séð þig að innan
og séð hversu ljótur þú ert í raun?

Hefurðu litið í spegil,
horft djúpt inn í augun,
sokkið dýpra og dýpra
þangað til þú kemur að uppsprettu sársaukans?

Hefurðu einhvertíman
horft framhjá jarðneska útliti hégómans
og séð það sem er í raun,
en felur sig svo vel.  
Silla
1985 - ...


Ljóð eftir Sillu

Fenrisljóð
Tár rósarinnar
Bið
Frostrós
Svanasöngur
Sjálfið
Frá morgni til kvölds
Farin