Ferðalag
Ferð okkar er endalaus
en ekki án fyrirheits
því við erum öll hér
í mjög merkum tilgangi
að breyta veröldinni
en þó merkilegt nok
án þess að það þurfi
að sliga okkar daglega líf

því steinninn
sem breytir árfarveginum
hefur ekkert fyrir því
hann er bara til staðar

stundum er það nóg
 
Sölvi Fannar
1971 - ...


Ljóð eftir Sölva Fannar

Samskipti kynjanna
Þyrnar rósarinnar
Maðurinn
Tunglið
Trú
Ferðalag
Flísasprengja
Stríð
Örverur
Heilindi
Hún
Móðurjörð