

hvaða rétt hef ég
til þess að gera tilkall til þín
sem tilheyrir himinhvolfinu
og moldinni í senn
samt engist sál mín
um leið
og líkami minn skelfur
í fráhvörfum
frá þér
þar sem frygðin
og bænin mætast
bíð ég þín
til þess að gera tilkall til þín
sem tilheyrir himinhvolfinu
og moldinni í senn
samt engist sál mín
um leið
og líkami minn skelfur
í fráhvörfum
frá þér
þar sem frygðin
og bænin mætast
bíð ég þín