Hún
hvaða rétt hef ég
til þess að gera tilkall til þín

sem tilheyrir himinhvolfinu
og moldinni í senn

samt engist sál mín
um leið
og líkami minn skelfur
í fráhvörfum
frá þér

þar sem frygðin
og bænin mætast
bíð ég þín
 
Sölvi Fannar
1971 - ...


Ljóð eftir Sölva Fannar

Samskipti kynjanna
Þyrnar rósarinnar
Maðurinn
Tunglið
Trú
Ferðalag
Flísasprengja
Stríð
Örverur
Heilindi
Hún
Móðurjörð