Í álögum
?Faðir minn átti fagurt land?,
fyrir það er ég hrelldur.
Nú er það grafið í svalan sæ.
Seiðurinn veldur,
seiðurinn þessu veldur.
Köld eru norna reiðiráð.
Rammt hefur stjúpa galið,
flögra ég um eins og hræfús hrafn.
Hefur mig kalið,
hefur á fótum kalið.
Þó eru óbreytt augun mín,
en álagagervið blekkir.
Það eitt getur bætt um ósköpin,
ef einhver þekkir,
ef einhver svipinn þekkir.
En enginn kannast við augun mín,
í álögum má ég þreyja
og seinast á hjarni hælislaus
í haminum deyja,
í haminum mínum deyja.
fyrir það er ég hrelldur.
Nú er það grafið í svalan sæ.
Seiðurinn veldur,
seiðurinn þessu veldur.
Köld eru norna reiðiráð.
Rammt hefur stjúpa galið,
flögra ég um eins og hræfús hrafn.
Hefur mig kalið,
hefur á fótum kalið.
Þó eru óbreytt augun mín,
en álagagervið blekkir.
Það eitt getur bætt um ósköpin,
ef einhver þekkir,
ef einhver svipinn þekkir.
En enginn kannast við augun mín,
í álögum má ég þreyja
og seinast á hjarni hælislaus
í haminum deyja,
í haminum mínum deyja.