Kvöldbæn
Gyðja sælla drauma,
gættu að barni þín.
Lokaðu andvaka
auganu mínu.

Bía þú og bía,
uns barnið þitt sefur.
Þú ein átt faðm þann,
sem friðsælu gefur.

Þú ert svo blíð og mjúkhent,
og indælt að dreyma.
Svo er líka ýmislegt,
sem ég vil gleyma.  
Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882 - 1906


Ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Kvöldbæn
Kvak
Undir seglum (Kveðið í veikindum)
Ad meam stellam - puellam
Þökk
Kveðið í gljúfrum
Í val
Óráð
Í álögum
Fyrir dauðans dyrum
Vísa
Hríð