Fyrir dauðans dyrum
Þér leiðist að bíða eftir boðunum þeim,
sem búið er sjálfsagt að skrifa,
að þú skulir fara oní Hadesar heim
og hætta því fáræði að lifa,
því bið þín er örðug og óhæg.

En þeir eru fleiri, sem þola þá kvöl
-og þykir ei heilbrigðum undur-
að liggja með örkuml á urð eða möl
og allir tætast í sundur.
Það deyja svo fáir á dúnsæng.  
Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882 - 1906


Ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Kvöldbæn
Kvak
Undir seglum (Kveðið í veikindum)
Ad meam stellam - puellam
Þökk
Kveðið í gljúfrum
Í val
Í álögum
Óráð
Fyrir dauðans dyrum
Vísa
Hríð