Þökk
Þér á ég að þakka
þessar fögru vonir,
alla ástarsælu
og unaðsríka drauma;
því skal ást mín aðeins
einni þér til handa.
Þín skal minning mæta
mér æ þekkust vera.

Þér á ég að þakka
það, að ég á hjarta
óspillt enn að mestu,
ástargjarnt og viðkvæmt.
Öll mín smáljóð eru,
ástmær, frá þér sprottin.
Þú átt litlu ljóðin.
Leik þér að þeim seinna.  
Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882 - 1906


Ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Kvöldbæn
Kvak
Undir seglum (Kveðið í veikindum)
Ad meam stellam - puellam
Þökk
Kveðið í gljúfrum
Í val
Í álögum
Óráð
Fyrir dauðans dyrum
Vísa
Hríð