Ó elskan
Ó elskan, þú yndið mitt og fegurð
þessi trú sem geislar frá þér
þessi ást sem þú losar til mín
þessi orð sem koma frá þér.

Ó hvað þetta ferðalag
verður yndislegt með þér
ferðafélaginn minn
þessi ferð er okkar

Það er ekki annað hægt
en að vera stoltur að því
að fá að vera í ferðalagi með þér
þessi ást þessi blíða sem kemur frá þér

Þetta ferðalag er rist inn í hjarta mitt
ég þarf ekki kort því ég mun alltaf, rata til þín
Þó ég yrði týndur í sólskininu, mun ég rata til þín
þó almyrkvi yrði mund ég rata til þín, rata til þín

Upphaf þessara ferðar með þér
er upphaf þessa lífs sem ég lifi nú
alúð og trú sem þú skapaðir mín frú
tryggð og trú sem þú skapar í hjarta þér

Að ferðast á farrými þínu
og vera í rými með þér
er það sem ég hef leitað að
því að hjartað þitt er á réttum stað.
 
Jón Bergvinsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Bergvinsson

Naglar
Takk
Hann
Skipið
Afi sjómaður
Á sjónum
Skemmtileg Verðlaun
Smá ljóð til Herdísar Birnu
Ó elskan
Ég er kominn