Martröð barns
Ég er bara barn, mig langar ekki í skólann.
Í nótt dreymdi mig draum eða var það draumur?
Ég er ekki viss, ég veit oft ekki muninn á draumi og veruleika.
Ég sit inn í strætisvagnaskýli, ég þori ekki í skólann.
Það gæti einhver tekið eftir mér.
Best að vera í felum helst ósýnileg.
Strætó gengur ekki lengur í þessari götu svo ég get verið í friði.
Bara týnd.
Eða er ég týnd?
Tók einhver eftir að ég var ekki í skólanum?
Hvað er að, af hverju sést ég ekki?
Hvað gerðist?
Einu sinni lék ég mér kát í skólanum.
Ég var sýnileg.
Af hverju, hvað gerði ég rangt, breyttist ég?
Hver getur sagt mér það?
Mig vantar svar.
Doði.
Heima er gott, best að vera þar, öruggt og hlítt.
Árin liðu jafn snöggt og hendi er veifað.
Vangarnir eru orðnir rjóðir og sýnilegir.
En þegar hugsunin leitar til týndu áranna.
Dofna litirnir.
Var þetta ekki bara martröð?