Ljósið
Villuljós vímunnar,
hentar mér vel.
Að sjá heiminn
í þoku sljóleikans.
Vera dofinn,
skynja ekki neitt.
Allur sársaukinn horfinn,
bara unaður sem var löngu gleymdur.
Villuljós vímunnar,
setur bros á andlit mitt.
Falskt bros sem enginn þekkir,
bara ég sem sé það í spegli.
Veggurinn hverfur,
í þoku vímunnar.
Engar hömlur,
bara gleði.
Taumlaus hamingja,
sem var löngu gleymd.
hentar mér vel.
Að sjá heiminn
í þoku sljóleikans.
Vera dofinn,
skynja ekki neitt.
Allur sársaukinn horfinn,
bara unaður sem var löngu gleymdur.
Villuljós vímunnar,
setur bros á andlit mitt.
Falskt bros sem enginn þekkir,
bara ég sem sé það í spegli.
Veggurinn hverfur,
í þoku vímunnar.
Engar hömlur,
bara gleði.
Taumlaus hamingja,
sem var löngu gleymd.
Kannski .. ekki ??