Ljósið
Villuljós vímunnar,
hentar mér vel.
Að sjá heiminn
í þoku sljóleikans.
Vera dofinn,
skynja ekki neitt.
Allur sársaukinn horfinn,
bara unaður sem var löngu gleymdur.

Villuljós vímunnar,
setur bros á andlit mitt.
Falskt bros sem enginn þekkir,
bara ég sem sé það í spegli.

Veggurinn hverfur,
í þoku vímunnar.
Engar hömlur,
bara gleði.
Taumlaus hamingja,
sem var löngu gleymd.


 
Darri
1970 - ...
Kannski .. ekki ??


Ljóð eftir Darra

Þrá
Söknuður
Hérna
Lífið
Þögn
Einn
Fyrirgefðu
Myrkrið
Ljóti kall
Hamingjan
Ljósið
Vinur
Vetur
Myrkur
Veggir
Bíllinn
Ljár
Her Rainbow
From Reena
unrealist
Þoka
Gangan Langa