Ljóð eru vond
Ég hata ljóð.
Ég meina það, þau eru
illgjörn.
Ég held alltaf að
ljóð séu einföld
ég lesi þau og skil
og svo búið.
En alltaf nær eitthvert ljóðið
að læðast upp að mér
og öskra BÖ!
Mér sortnar fyrir augun
blóðið þýtur í eyrum mér
ég þori varla að horfa aftur.
Hvernig dirfðist ljóðið
að ögra mér?
Mínum lokaða hugsunarhætti
og þrönga sjónarsviði?
Hvernig dirfðist ljóðið
að fá MIG
til þess að hugsa?
Virkilega hugsa.
Hugsa um hvort
hvað ef
. . .
Nei ekki ég.  
Diddú
1988 - ...


Ljóð eftir Diddú

Ljóð eru vond
Ég gleymi aldrei fyrstu ástinni
Megi þú aldrei gleyma
Allri halda að lífið sé lítið mál
Lygar og svik
Hefnd og biturð
Þetta líf
Bið
Ádeila
Heimurinn versnandi fer
Að vera í takt
Að vinna heiminn
Manstu?