

frosin strá svigna
undan eigin þunga
í lægðum brekkunnar
sem búnubbinn
þurfti ekki að beita
fyrirmannleg kattartungan
hefur verið gædd grárri visku ellinnar
þar sem hún trónir
efst í skriðunum
og fyrirlítur álúta þegna sína
dúðaður útigangurinn liggur útkýldur
á nær óbeittri mýrinni
og grávíðirinn hugsar til þess
að eitt sinn var erfitt að vera til
týndur hrímtittlingur flýgur um
í örvæntingarfullri leit að óveðri
svo hann geti villst aftur á leið
en mett alþýðan situr inni í hlýjunni,
fyrir framan sjónvarpið,
leyfir sér að dreyma
um framandi lífsgæði
og veit að á haustum góðæranna
þrífast illgrösin best
undan eigin þunga
í lægðum brekkunnar
sem búnubbinn
þurfti ekki að beita
fyrirmannleg kattartungan
hefur verið gædd grárri visku ellinnar
þar sem hún trónir
efst í skriðunum
og fyrirlítur álúta þegna sína
dúðaður útigangurinn liggur útkýldur
á nær óbeittri mýrinni
og grávíðirinn hugsar til þess
að eitt sinn var erfitt að vera til
týndur hrímtittlingur flýgur um
í örvæntingarfullri leit að óveðri
svo hann geti villst aftur á leið
en mett alþýðan situr inni í hlýjunni,
fyrir framan sjónvarpið,
leyfir sér að dreyma
um framandi lífsgæði
og veit að á haustum góðæranna
þrífast illgrösin best
búnuddi= no. sæmilegur bómaður eða sæmilega velstæður bóndi
kattartungan= tengund af blómi(strá)
kattartungan= tengund af blómi(strá)