leifarnar af þér
ég þrýsti andlitinu niður í koddann
og finn angann af þér

leifar kossa þinna hvíla enn
á grófu hörundi mínu
og ég finn ennþá unaðinn af
ofurmjúkum snertingum þínum

dísætt bragð þitt varðveitis
enn um stund á tungubroddi mínum
og hverja nótt heyri ég lág
en samfarandi nautnarhljóð þín
og reyni að draga þig nær mér

skuggarnir af nærveru þinni verða stöðugt ógreinilegri
og bráðum gleymist
að eitt sinn elskaðir þú mig
að eitt sinn elskaði ég þig  
Haukur Már Hilmarsson
1983 - ...


Ljóð eftir Hauk

Stæ 303
fönn
ég sá þig sumarsvanur.
Ástkæra heimsveldi
dula haustsins
leifarnar af þér
veturinn kom
einangrun
Áning
Hríð í sólskini
Markaðsverð