veturinn kom
snjórinn hefur læst sig
í lægðir brekkunnar
og reisn kattartungunnar
er flogin á brott

útigangur reikar um
í eirðarleysi
á ofbeittri mýrinni
og troðinn grávíðirinn
týnist í fönninni

hungruð tófa læðist eftir keldunni
og bráðum mun hún hrifsa
aumt líf hrímtittlingsins

og í nótt
þegar sjónvarpsdagskráin er búin
vaknar þjóðin upp
við vondan draum

veturinn kom  
Haukur Már Hilmarsson
1983 - ...


Ljóð eftir Hauk

Stæ 303
fönn
ég sá þig sumarsvanur.
Ástkæra heimsveldi
dula haustsins
leifarnar af þér
veturinn kom
einangrun
Áning
Hríð í sólskini
Markaðsverð