Markaðsverð
Dreymandi steinaugu
snjókarlsins gráta
blóðrauðum demöntum
og hinn heittelskaði leiðtogi
hefur frestað vorinu
enda markaðsverðið óvenju hátt
 
Haukur Már Hilmarsson
1983 - ...


Ljóð eftir Hauk

Stæ 303
fönn
ég sá þig sumarsvanur.
Ástkæra heimsveldi
dula haustsins
leifarnar af þér
veturinn kom
einangrun
Áning
Hríð í sólskini
Markaðsverð