Stemmning (II) — Morgun
sólin stígur yfir fjöllin
pollurinn kyrr
einmana bátur
rýfur þögn hafsins
fuglar syngja
bjóða góðan dag
vörubifreið blæs út reyk
og mengar tæran morguninn
ein og ein bifreið
rýfur þögn morgunsins
hafið kyrrt aftur
fjöllin speglast
hrafn krunkar ámátlega
fleiri bílar rjúfa kyrrðina
flugvél hefur sig til flugs
með fuglunum
rýfur þögn himinsins
hundur gelltir
skólabjalla hringir
góðan dag  
Ólafur Skorrdal
1970 - ...


Ljóð eftir Ólaf Skorrdal

Spor
Lífið
Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
Stemmning (II) — Morgun
Stemmning (III) — Löndun
Stemmning (IV) — Jarðarför
Stemmning (IX) — Regnið
Rót vorsins
Um þig - til þín