Stemmning (III) — Löndun
fiskibátur líður
inn fjörðinn
ristir djúpt
spegill hafsins riðlast
myndirnar ókyrrast
mávarnir fylgjast með
æsingur á bryggju
spottar í land
bundið
kranar ískra
lyftarar þeysa um
menn brosa
hlægja
fá sér í nefið
skrafa
snör handtök
fiskur í hús
unninn
sendur
étinn
skipið fer  
Ólafur Skorrdal
1970 - ...


Ljóð eftir Ólaf Skorrdal

Spor
Lífið
Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
Stemmning (II) — Morgun
Stemmning (III) — Löndun
Stemmning (IV) — Jarðarför
Stemmning (IX) — Regnið
Rót vorsins
Um þig - til þín