

fiskibátur líður
inn fjörðinn
ristir djúpt
spegill hafsins riðlast
myndirnar ókyrrast
mávarnir fylgjast með
æsingur á bryggju
spottar í land
bundið
kranar ískra
lyftarar þeysa um
menn brosa
hlægja
fá sér í nefið
skrafa
snör handtök
fiskur í hús
unninn
sendur
étinn
skipið fer
inn fjörðinn
ristir djúpt
spegill hafsins riðlast
myndirnar ókyrrast
mávarnir fylgjast með
æsingur á bryggju
spottar í land
bundið
kranar ískra
lyftarar þeysa um
menn brosa
hlægja
fá sér í nefið
skrafa
snör handtök
fiskur í hús
unninn
sendur
étinn
skipið fer