Orða illgresi
Ástfangin

lifum góðu lífi
ég við gluggann
hann í pottinum

allar hans tilfinningar vaxa um húsið
hlátur hans hljómar í höfði mér
orð hans dreyfa sér um allt líkt og illgresi
faðma mig
stinga mig
kyssa mig
hann talar við mig sem aldrei fyrr
leynir mig engu
grátur hans heldur í honum lífinu

ég lifi í orða illgresi hans







 
Ósk Erling
1980 - ...


Ljóð eftir Ósk Erling

Malt
Lopi
Andmæli malt
ást-ar-þrá-hyggja
ástarsími
Sósulitur
Orða illgresi
gjöf
Próf
Fiskur
Kúbein
Svo svo svo...
Ástkonan
Berjamó
Sparaðu
Helsti sérfræðingur um skotvopn í landinu
Leiðinlegt ljóð
þrá
Norðurljósahaf
Þrjátíu og sjöþúsund og fimmhundruð mínútur
Af hjartans list
94-13911
Einstakur á(vax)stariðnaður