Svo svo svo...
Þú varst svo ástríðufullur gagnvart mér, sýndir mér svo mikinn áhuga að ég hélt ég væri sú eina og þú sá eini. Ég vildi svo við værum það.

Þessi stutti tími sem við áttum saman var svo draumkenndur, ég hef aldrei upplifað draum áður. Svo kom einhver og hreyfði við huga þínum.

Ég vildi svo gera allt fyrir þig, hugsa svo vel um þig, hvað sem er.

Þú gerðir þér svo ekki grein fyrir því þegar þú kvaddir mig í okkar síðasta símtali hvað ég vildi að þig hefði haldið áfram að dreyma.
Nema hvað að þig var ekki að dreyma, þetta var allt minn draumur.

eða svoleiðis...  
Ósk Erling
1980 - ...


Ljóð eftir Ósk Erling

Malt
Lopi
Andmæli malt
ást-ar-þrá-hyggja
ástarsími
Sósulitur
Orða illgresi
gjöf
Próf
Fiskur
Kúbein
Svo svo svo...
Ástkonan
Berjamó
Sparaðu
Helsti sérfræðingur um skotvopn í landinu
Leiðinlegt ljóð
þrá
Norðurljósahaf
Þrjátíu og sjöþúsund og fimmhundruð mínútur
Af hjartans list
94-13911
Einstakur á(vax)stariðnaður