Heimurinn versnandi fer
Sakleysið týnt
ofaní kassa.
Ég kaupi gálgafrest
með hvítri lygi.
Það er bent á mig.
Lygin felur sig
í búning ryðgaðs sannleika.
Hulstrið er krossfest meðan sjálfið
flögrar með briminu.
Ósekir verða vængbrotnir.
Heiminum
er sturtað
niður um stíflað niðurfall.
 
Diddú
1988 - ...


Ljóð eftir Diddú

Ljóð eru vond
Ég gleymi aldrei fyrstu ástinni
Megi þú aldrei gleyma
Allri halda að lífið sé lítið mál
Lygar og svik
Hefnd og biturð
Þetta líf
Bið
Ádeila
Heimurinn versnandi fer
Að vera í takt
Að vinna heiminn
Manstu?