Heimsendir?
Ég er föst ofan í hinu djúpa gljúfri minninganna.
Það er allt dimmt í kringum mig.
Kolniðamyrkur.
Engar minningar eftir.

Allt er glatað.
Hjarta mitt, sálin, ástin, vonin.
Allt það góða er farið.
Myrkrið umlykur allt og hylur allt.

Hvar er gleðin, ástin, vonin?
Hver er valdur þessa?
Er þetta heimsendir?
Mun öllu ljúka á þennan hátt?

Það er betra að deyja en að lifa á þennan hátt.

Hasta la vista illi heimur.  
Fanney
1989 - ...


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu