20.08.\"01
Ég læt mig of dreyma,
dreyma í vöku.
Þú kemur til mín,
kemur bara til að vera.
Eins og þú gerðir ,
og þú kenndir mér að gera.

Þú sagðir ekkert sérstakt
bara fékkst þér kaffi og sígó,
kíktir í blaðið,
tékkaðir á tívíinu
við slöppuðum af saman
og hlustuðum á þögnina.

Svo þegar það er um seinan
fatta ég að þú,
þú varst besti vinur minn!
ég hafði aldrei tækifæri á
að segja þér það
því þú ert ekki lengur!  
Elínbjört Halldórsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Elínbjörtu

20.08.\"01
Gær
Return to sender
\"Það kom eitthvað fyrir\"
Óskasteinn
Það var þá en ekki nú
Engillin minn
Afhverju ?
\"sárt\"
Afmæliskveðja
\"við\"tvær=þú og ég