Það var þá en ekki nú
Einu sinni hló hún alla daga
en ekki nú, hún hafði hrasað
og átti svo erfitt með að ná áttum.
Þá var bros glampi í augum,
en ekki nú , augun voru mött.
Sorgin hafði sett svip á hana,
sem hún þolir ekki.

Oft er hún ein ,
hugsar til baka eða áfram.
Silfruð tárin tindra, falla niður
vanga hennar en bara þegar hún er ein,
þá þarf hún ekki að vera sterk.
Þá kemur litla hnuggna stúlkan fram.
Stúlkan sem bað Guð um að passa,
af hræðslu við að missa!

Hún vissi samt að færum við öll,
en henni þótti svo vænt um lífið.
Hún er orðin hvekt,
hrædd við að elska,
gefur og gefur en þorir ekki að þiggja.
ef eitthvað kemur fyrir þá þarf hún ekki að sakna.

\"Þegar ég verð stór\" sagði litla stúlkan ætla ég að passa Pabba,mömmu,afa,ömmu og systkini mín fyrir öllu illu í heiminum.
\"Það skulu allir bara passa sig.

En nú er hún orðin stór.
Þrír af sex farnir án þess að hún
gæti nokkuð gert.
Hjartað löngu brostið ,
en það veit það engin því út á við
brosir hún og heldur yfirborðinu sléttu.

 
Elínbjört Halldórsdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Elínbjörtu

20.08.\"01
Gær
Return to sender
\"Það kom eitthvað fyrir\"
Óskasteinn
Það var þá en ekki nú
Engillin minn
Afhverju ?
\"sárt\"
Afmæliskveðja
\"við\"tvær=þú og ég