Eftir á dagskrá
Komdu! Þú veist hvað ég vil
horfum á púslin falla saman
á meðan við göngum - borgum
fyrir sömu vitleysuna
tvöfalt
og föllum saman.

Hann bölvaði mér er sönnunin lá
fyrir - gat ekki falist
og lyfin ei dugðu
kyrktu hugann og tíminn týndist
í tómarúmi.

Hlusta á snjókornin falla
bíð eftir dagrenningu
nakin í tómu rúmi.  
Andri Karl
1982 - ...
2005


Ljóð eftir Andra Karl

Langstökk
Nótt
Kvöldstund í köldu rúmi
Eftir á dagskrá
Óholl er höfnunin
Skókaup
Skátar og glaumur gleðinnar
Veður I
Í næfurþunnum nælonbuxum