Mamma mín
Ég skrifa um konu
sem kynntist ég ung.
Um tíma hún reyndist
ævin henni þung.

En eins og klettur
úti við ballarhaf,
stóð hún allt af sér
og hafði það af.

Þetta er konan
sem prýddi mig dýrustu klæðum
þó það þýddi\'að
hún sjálf gengi\'í hræðum.

Konan sem
aldrei dró kost minn í efa
sú sama og
kenndi mér hvað það er að gefa.

Konan sem
lét mig aldrei í friði
við það
að kenna mér góða siði.

Konan sem
þerraði tárin mín
sú sama og
græddi öll sárin mín.

Konan sem
eldaði matinn minn
og hélt mér
í örmum sér, fyrst um sinn.

Hún er konan sem
með nauðum mig ól
sú sama og
hefur æ verið mitt skjól.

Þetta er konan
sem kenndi mér flest er ég kann
elsku mamma mín
sem ætíð ég ann.

Sú eina kona
sem fram á þennan dag
hugsar frekar um minn
en sinn eigin hag.

Þú hefur sýnt mér
að kærleikurinn er
vel þess virði
að gefa frá sér.

Því þó í lífinu
slái ég fullt af feilnótum
þá kenndir þú mér
að ganga á þessum fótum.  
Birta Jónsdóttir
1982 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Birtu Jónsdóttur

Þorri
Þú breyttir mér
Mamma
Annar júní
Ég man
Sólin mín
Svo fjarlægur
Dear friend
Thanks
Takk fyrir engilinn minn
Bangsi
hann á afmæli í dag....
án titils
I\\\'ll remain yours
It\'s over
Let go of everything
All I ask of you
Kella
......nr.1.....
.....nr.2.....
Synd
kallinn minn
Ilmurinn þinn
Í húmi hjartans
Ljósið mitt
Nafnlaust ljóð
Fyrirgefðu Guð
Ég þakka þér
Dagur án nætur
Freisting
7 weeks
You
No more regrets
enginn titill
Þú
Lystarstol
Þú um þig frá þér til þín
Thank you for it all
Loforð
farinn
Á dögum sem þessum
Meira um þig
Jesú
Bestur
þú færir mér betri morgundag
ljod1
ljod2
þú og ég
Blame me
Mamma mín
Til afa