Hugsanir um heimspeki
Ekkert sem við gerum skiptir máli.
Við gætum alveg eins sleppt því að gjöra eitthvað yfir höfuð.
Í rauninni eiga gjörðir okkar sér engar afleiðingar.
Og það felur í sér að við eigum okkur enga framtíð.
Einungis fortíð.
Og fortíðin skiptir engu máli því hún er liðin.
Og við getum ekki breytt því liðna.

Mannkynið dó út fyrir löngu síðan.
Og það er bara hægt að deyja út einu sinni.
Þannig að í rauninni erum við ekki til.
Við höldum það bara.
Og það er ekkert eins og við höldum að það sé.

Lífið er eitt stórt samsæri.  
Fanney
1989 - ...


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu