draumur
Við stöndum þétt saman
og eitt andartak
flækjast augnaráð okkar
Varfærnislega
mætast varirnar

Stuttu síðar
sitjum við tvær
í bíl með kærasta þínum
eins og ekkert hafi í skorist
Fyrir utan rjóðar kinnar
og öll þessi fiðrildi
sem flögra um í maganum  
draumsýn
1984 - ...


Ljóð eftir draumsýn

draumur
Án efa
Smáskilaboð
táradalur
sálarplástur
Væmni
Örvilnun
Ást. Held ég.
Strand
Þúsund afsakanir
Gjuggíborg
Þú sprengdir bubbluna mína
Pírumpár