Þú sprengdir bubbluna mína
Ég lifði sæl í sápukúlu
Sveif um í gegnsærri
regnbogabubblu vonar
En eins og hendi væri veifað
(í kúluna)
sprakk hún
og ég féll til jarðar

Lenti harkalega
á hjartanu
 
draumsýn
1984 - ...


Ljóð eftir draumsýn

draumur
Án efa
Smáskilaboð
táradalur
sálarplástur
Væmni
Örvilnun
Ást. Held ég.
Strand
Þúsund afsakanir
Gjuggíborg
Þú sprengdir bubbluna mína
Pírumpár