Smáskilaboð
Mér líður kannski
eins og tíu hæða hús
hrynji innra með mér.

En ég hengi bara
broskall aftan við orð mín
og þú fattar ekki neitt.

Sýndarhamingja mín felst í
tvípunkti og sviga.  
draumsýn
1984 - ...


Ljóð eftir draumsýn

draumur
Án efa
Smáskilaboð
táradalur
sálarplástur
Væmni
Örvilnun
Ást. Held ég.
Strand
Þúsund afsakanir
Gjuggíborg
Þú sprengdir bubbluna mína
Pírumpár