...
án þín er ég ekkert
með þér er allt
þú heimsins fegursti fengur.
mín svölun í hita
minn hiti sé kalt
þú drottins dýrasti drengur.

þú ert mín gleði
þú ert mín sorg
þú ert minn háværi hlátur.
þú ert mín stytta
og stoð hér í borg
en einnig minn sárasti grátur.

er dimmir á kvöldin
og tekur að syrta
þá loks hvílir sólin sig.
ég held að bros þitt
sé mín eina birta,
og ég held
að ég elski þig.
 
Þórunn Harðardóttir
1980 - ...


Ljóð eftir Þórunni Harðardóttur

...
syngdu
músaminni
morgunljóð
andvökuvísa I
þreytt
Brimið
Þifl