syngdu

syngdu fyrir mig söngvana þína
svo sefist minn ótti fljótt
syngdu, þá mun mér í hjartanu hlýna
og hræðsla mín hverfa skjótt.

syngdu um fallegu fuglana þína
sem flugu til mín svo oft
syngdu fyrir sálina mína
svo sjálf hún komist á loft.

syngdu um næturnar björtu og blíðu
hve bálhvasst rokið var reitt.
syngdu um ástina yndisfríðu
og hversu ég unni þér heitt.

syngdu ástin mín, ástin mín eina
syngdu burt tárin þín,
sorg þinni burtu skalt beina
svo björt verður minning mín.

syngdu við sængina mína
þá sátt mun ég verða við flest,
rödd þín mun yfir mér skína
sem ódauðleg týra.
En í himnanna salnum dýra
fallega, fína,
ég ávalt mun sakna þín mest
 
Þórunn Harðardóttir
1980 - ...


Ljóð eftir Þórunni Harðardóttur

...
syngdu
músaminni
morgunljóð
andvökuvísa I
þreytt
Brimið
Þifl