músaminni


sjö svartir svanir
sátu á grein
sungu um sumar
er sólin björt skein.
þá var ég ein.

ský voru varla
vindur ei neinn
hló þá í hljóði
heimurinn hreinn.
þá var hann einn.

hittumst um haustið
hann, ég og við
sæl þá við sungum
sváfum hlið við hlið.
að elskenda sið.

alla ungana okkar
elskuðum heitt
urðum samt átta að kveðja
því enginn gat breytt,
né örlögum eytt.

tvö nú við tórum
tæplega þó
saman í skafli
af nýföllnum snjó.
eldgömul hró.

saman við vonum að vakna
vont myndi hins að sakna
hjörtun vor myndi það kvelja.

en í garðinum grundu ofar
heilagur guð okkur lofar
til eilífðar dagsins að dvelja.


 
Þórunn Harðardóttir
1980 - ...


Ljóð eftir Þórunni Harðardóttur

...
syngdu
músaminni
morgunljóð
andvökuvísa I
þreytt
Brimið
Þifl