Til afa
Æskunni skaltu hlífa
við lífsins harmi,
leyf henni að
gleðjast, um sinn
Lát hana ei líta
sorg vora og þján,
snögglega þerraðu
tárvota kinn
Því hún mun síðar
fella tár af hvarmi,
leyf henni að
gleðjast, um sinn
Svo lát hana ei vita
lát hana ei sjá
hve hjarta þitt brestur
sonur minn
við lífsins harmi,
leyf henni að
gleðjast, um sinn
Lát hana ei líta
sorg vora og þján,
snögglega þerraðu
tárvota kinn
Því hún mun síðar
fella tár af hvarmi,
leyf henni að
gleðjast, um sinn
Svo lát hana ei vita
lát hana ei sjá
hve hjarta þitt brestur
sonur minn
Allur réttur áskilinn höfundi
Ljóðið er samið við lát afa míns Einars Braga. Yrkisefnið eru síðustu orðin sem hann sagði við mig þegar við kvöddumst hinstu kveðju
Hve sárt var þó að kveðja afi minn,hinsta sinn....
Takk fyrir að kenna mér að yrkja og meta mátt orða minna ...
Ljóðið er samið við lát afa míns Einars Braga. Yrkisefnið eru síðustu orðin sem hann sagði við mig þegar við kvöddumst hinstu kveðju
Hve sárt var þó að kveðja afi minn,hinsta sinn....
Takk fyrir að kenna mér að yrkja og meta mátt orða minna ...