

Hún tárast,
grætur hástöfum
hún steig á stein,
þakinn glerbrotum
óumberanlegur sársauki,
sársauki vesturlenskrar stúlku.
Allir hlaupa til og hjálpa.
Hún öskrar,
nær óráði og trillist
hún var umskorin á steini,
... með glerbroti!
óumflýjanleg kvalarpína
sársauki sem aldrei fer
sársauki afrískrar stúlku.
Hví gerir enginn neitt í því?
grætur hástöfum
hún steig á stein,
þakinn glerbrotum
óumberanlegur sársauki,
sársauki vesturlenskrar stúlku.
Allir hlaupa til og hjálpa.
Hún öskrar,
nær óráði og trillist
hún var umskorin á steini,
... með glerbroti!
óumflýjanleg kvalarpína
sársauki sem aldrei fer
sársauki afrískrar stúlku.
Hví gerir enginn neitt í því?