

Hellir, dyra og allslaus
birtuglæta í agnarrauf
stingur og rífur í augntóftina
um miðnætur aftan.
Fyrirburi allsnakinn
færður í ullarreifar
Brosti á annan sólarhring
í munn hans færðar leifar.
Dafnaði framundir vikulok
blés frá sér lífinu sjálfur
Hallaði aftur augunum,
malaði, kúrði og kvein
Kvaddi svo með brosinu
þennan flókna heim