Linsuleysi
Undarleg örvænting
beit mig um leið og ég leit
aftast í kæliskápinn
sem frekjulega
endurspeglaði
andlit mitt
sem svo greinilega
bar líti lífs míns

Með heiminn á herðunum
nagaði ég mig í handarbakið
yfir skelfingu minni
á mínu eigin lífsmynstri

Tilfinning eins og mig vantaði
allt sem ég vissi ekki né skildi
en skildi hvorki né vissi
hvað mig vantaði

Ég leit aftur aftast í kæliskápinn
mér hafði missést
þetta var ekki andlit mitt

... þetta var glaðleg ostabaka  
MareL
1982 - ...


Ljóð eftir MareL

Sverðhvass svipur
Agni
Forsíða Fréttablaðs
límd munnvikin inni
Milliliðalaust
Í huga mér frímerki
Menningarlegur Sársauki
Fyrirburi Fornaldar
Bestu Orðin Búin
Linsuleysi
AHHH
Afstæðiskenning trúarinnar
Á HJÓLUM
Fegrun
Vöntun Vísbendinga
Pörun
Glott
Talandi
Öfl og annað Líf
Frelsarinn með ljáinn
Eftirlitsþjóðfélag
STRÍÐ
Heilahefti
Barn Borgarinnar
Takk vosbúð
Einangrun hafs?
Innvortis
Takk
Plíís
Stutt
Símal